Get ég komið fyrir nefndina?

Kærunefnd útlendingamála getur gefið umsækjendum um alþjóðlega vernd eða umsækjendum um dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða kost á að koma fyrir nefndina og tjá sig um efni máls eða einstök atriði þess eftir atvikum.

Ákvörðun um að bjóða kærendum að koma fyrir nefndina er venjulega tekin eftir að kærandi hefur skilað greinargerð í málinu.

Kærendur mæta að jafnaði með talsmanni sínum sem leiðbeinir kærendum frekar um hvernig fyrirtakan fer fram. Kærunefndin tryggir eins og hægt er að samskiptin við nefndina fari fram á tungumáli sem kærandi getur talað og skilið nægilega vel. Er þörf er á útvegar kærunefndin túlk. Ef kærandi talar og skilur ensku nægilega vel getur fyrirtakan farið fram á því máli.