Úrskurðir

Úrskurðir kærunefndar útlendingamála sem varða efnisniðurstöðu eru birtir á urskurdir.is. Þeir birtast á síðunni eftir að lokaniðurstaða málsins hefur verið kynnt kæranda. Ef kærandi fer fram á frestun réttaráhrifa verður úrskurðurinn birtur eftir að niðurstaða kærunefndarinnar um þá beiðni hefur verið kynnt kæranda.

Vegna persónuverndarsjónarmiða verða persónugreinanlegar upplýsingar og, þegar ástæða er til, viðkvæmar persónuupplýsingar fjarlægðar úr úrskurðinum. Af þessum sökum mun texti úrskurðanna í mörgum tilvikum aðeins að takmörkuðu leyti gefa vísbendingu um þau sjónarmið sem réðu úrslitum í málinu.

Frekari upplýsingar um birtingu úrskurða kærunefndarinnar má finna í Verklagsreglum um birtingu úrskurða kærunefndar útlendingamála.