Úrskurðir

Úrskurðir kærunefndar útlendingamála eru birtir á vef Stjórnarráðs Íslands. Þeir birtast á síðunni eftir að lokaniðurstaða málsins hefur verið kynnt kæranda. 

Vegna persónuverndarsjónarmiða verða persónugreinanlegar upplýsingar og, þegar ástæða er til, viðkvæmar persónuupplýsingar fjarlægðar úr úrskurðinum. Af þessum sökum mun texti úrskurðanna í mörgum tilvikum aðeins að takmörkuðu leyti gefa vísbendingu um þau sjónarmið sem réðu úrslitum í málinu.