Málsmeðferðartími

Kærunefnd útlendingamála leggur áherslu á að vandað sé til verks og að mál sem kærð hafa verið til nefndarinnar séu rannsökuð nægilega vel áður en ákvörðun er tekin. Nefndin er jafnframt meðvituð um þá erfiðleika sem löng bið og óvissa getur haft í för með sér.

Strax eftir að kæra hefur borist óskar nefndin eftir gögnum frá Útlendingastofnun og frá kæranda. Ákvörðun Útlendingastofnunar, greinargerð kæranda, endurrit viðtals við kæranda hjá Útlendingastofnun og önnur gögn sem Útlendingastofnun byggði ákvörðun sína á eru á meðal fyrstu gagna sem nefndin skoðar. Nefndin getur boðið umsækjendum um alþjóðlega vernd að koma fyrir nefndina og greina frá máli sínu. Þá kynnir nefndin sér skýrslur alþjóðastofnanna, mannréttindasamtaka og félagasamtaka sem koma að málefnun flóttamanna. Nefndin byggir einnig á rannsókn annarra ríkja og samtaka um ástand í upprunaríki hælisleitanda. Kærandi leggur stundum fram frekari gögn á meðan kæra er til meðferðar hjá nefndinni. Gagnaöflun sem þessi getur tekið talsverðan tíma og af þeim sökum geta mál tafist. Þá getur sá fjöldi mála sem bíður afgreiðslu leitt til frekari tafa á úrlausn máls.

Nefndin hefur áætlað að málsmeðferðartími nýrra mála sem hún fær til umfjöllunar sé eftirfarandi:

Athuga: Sökum mikillar fjölgunar kærumála undanfarna mánuði má gera ráð fyrir að áætlaður málsmeðferðartími hafi lengst talsvert. Allt kapp er lagt á að stytta hann til samræmis við markmið laga um útlendinga.

Samkvæmt þessu má vænta að úrskurður í máli vegna umsóknar um alþjóðlega vernd (efnismeðferð) sem er kært í maí 2018 verði kveðinn upp í ágúst 2018. Þessi málsmeðferðartími miðast við daginn sem kæra berst nefndinni. Ef fyrirsjáanlegt er að meðferð máls taki lengri tíma en fram kemur hér að ofan tilkynnir nefndin kæranda um töfina, útskýrir ástæður hennar og gefur kæranda upplýsingar um hvenær niðurstöðu sé að vænta. Þessi tafla gildir ekki um mál sem hafa verið sett í forgang. Nánari upplýsingar um forgangsröðun mála má finna í Fær málið mitt forgang?