Get ég haft samband við kærunefndina?

Já, auðvitað. Ef kærandi er með lögmann þá mælum við með því að lögmaðurinn sjá um samskipti við nefndina. Kærendum er engu að síður velkomið að hafa samband beint við okkur. Vegna trúnaðarskyldu nefndarinnar eru upplýsingar um einstök mál almennt ekki gefnar upp í síma. Til að nálgast gögn eða aðrar upplýsingar um stöðu mála er því best að koma á skrifstofu nefndarinnar. Kærandi þarf að framvísa skilríkjum til að fá upplýsingar um mál sitt.

Kærendur geta haft samband í síma 510 0510 eða með því að senda tölvuóst á netfangið postur@knu.is

Á vefsíðunni eru upplýsingar um meðalmálsmeðferðartíma. Ef fyrirspurnin varðar málsmeðferðartímann þá bendum við viðkomandi á að kynna sér þær upplýsingar áður en haft er samband við nefndina.