Hvað get ég kært?

Samkvæmt útlendingalögum má kæra allar ákvarðanir Útlendingastofnunar um að synja útlendingum um hæli, dvalarleyfi og vegabréfsáritanir. Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja að taka hælisumsókn til efnismeðferðar á grundvelli Dyflinnarsamstarfsins er einnig kæranleg til nefndarinnar. Þá eru ákvarðanir Útlendingastofnunar um brottvísanir og frávísanir kæranlegar.

Ákvarðanir um einstaka þætti framkvæmdar á ákvörðum Útlendingastofnunar verða ekki kærðar sérstaklega.

Ef málsmeðferð dregst verulega hjá Útlendingastofnun er hægt að kæra málshraða til kærunefndarinnar.