Kæruform

Ef kæra er send í tölvupósti staðfestir kærunefndin móttöku póstsins. Ef staðfesting berst ekki innan hálftíma er kæranda ráðlagt að hafa samband við kærunefndina. Ef hefðbundin póstþjónusta er notuð er ráðlegt, til að tryggja sönnun á afhendingu kæru, að senda kæru í ábyrgðarpósti. Lok kærufrests miðast við póstsendingardag.

Kærunefnd útlendingamála gerir ekki kröfur um ákveðið form kæru. Þó þurfa lágmarksupplýsingar að berast eins og nafn og heimilisfang kæranda, sem og tölvupóstur svo hægt sé að hafa samband við kæranda á meðan kærumálið er til meðferðar hjá nefndinni. Einnig þurfa upplýsingar um ríkisfang, fæðingardag, og hvað sé verið að kæra til að mynda synjun á vernd, synjun á efnismeðferð á grundvelli dyflinnarreglugerðarinnar eða vegna verndar í öðru ríki eða synjun á dvalarleyfi eða annað að koma fram. Ef verið er að kæra fyrir fleiri en einn einstakling er þörf á að útskýra fjölskyldutengslin.

Powered by NEX-Forms