Gjaldskrá vegna afhendingu gagna

Ný gjaldskrá vegna afhendingu gagna mun taka við 1. september nk.

 

Gjaldskránna má sjá hér að neðan:

1) Fyrir endurrit, ljósrit eða afhendingu gagna með rafrænum hætti skal greiða 300 kr. fyrir hverja blaðsíðu, allt að 10 blaðsíðum en 50 kr. fyrir hverja blaðsíðu umfram tíu.
2) Kærunefnd er heimilt að innheimta allt að 150 kr. fyrir hverja blaðsíðu umfram tíu síður hafi nefndin áður afhent sömu gögn til aðila eða umboðsmanns hans.
3) Kærunefnd er heimilt að lækka eða fella niður gjald fyrir afhendingu gagna ef aðili nýtur ekki aðstoðar umboðsmanns og ljóst er að aðili hefur ekki fjárráð til að greiða fyrir gögnin.
4) Gjaldskrá þessi er sett með stoð í lögum um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991 og gildir frá 1. september 2022.